Sveina Peta og HAMINGJUDAGURINN hennar

Jæja þá er HAMINGJUDAGURINN góði liðinn og var hann alveg innilega vel heppnaður að okkar mati.

Því ber þó helst að þakka hversu skemmtilega opin og einlæg hún Sveina Peta er en hún kom svo sannarlega til dyranna eins og hún er klædd ! Hér er hægt að lesa viðtalið við hana sem við birtum fyrr í vikunni en Sveina var kosin úr hópi 12 kvenna sem allar áttu skilið að komast í dekur. Í þetta sinnið vann hún Sveina Peta með 25% atkvæða.

Hún var mætt stundvíslega á saumastofuna okkar kl 10.00 meira að segja örlítið fyrr og kom í strætó með bakpokann sinn og aukaskó. Engir dívustælar þar á ferð. Við vorum skotfljótar að kynnast henni enda er hún með dásamlega góða nærveru og auðvelt að komast yfir vandræðalegheitin, sem urðu hreinlega engin. Eftir stutt spjall, kaffibolla og nokkrar "fyrir myndir" í stúdíói Systra&Maka, fór hún í nudd hjá Tótu okkar, (maka).

Einum klukkutíma og ófáum hlátrasköllunum síðar skoppaði Sveina fram ilmandi af body lotion frá Crabtree & Evelyn, að sjálfsögðu, með úfið hár og fallegt bros. Því næst fengum við okkur ofur holla máltíð frá Fresco áður en við brunuðum með hana niður á Laugaveg 40 í búðina okkar en þar tóku Ingunn og Kristrún Vala við okkur í mátun. Hverri flíkinni af annarri var smeygt utan um kroppalínuna sem jánkaði öllu og var til í að fara algjörlega út fyrir rammann sinn. Hún var stórglæsileg í öllu svo það var erfitt að velja úr dressið fyrir kvöldið en við pökkuðum hálfri búðinni með okkur fyrir myndatökuna í lok dagsins.

Nú var komið að því að hitta hann Hermann Óla hjá Modus hár- og snyrtistofu í Smáralindinni en hann var svo dásamlegur að gefa Sveinu Petu, 60 mín snyrtimeðferð, hárlitun, klippingu og greiðslu og á meðan gátu systurnar sötrað bjór á kaffihúsi fyrir utan enda er hárgreiðslustofan á frábærum stað og auðvelt að skjótast inn og út með úfið hár úr bílnum og lauma sér í stólinn til þeirra á stofunni ;)

 

Það var mikið hlegið næstu 2-3 tímana en Sveina sér spaugilegar hliðar á öllu og gefur okkur systrum ekkert eftir í kjánalátunum, sem sagt kona að okkar skapi. 

Eftir að liturinn var komin í hárið mætti hún Hildur og gerði neglurnar hennar Sveinu stórglæsilegar með ESSIE naglalakki að sjálfsögðu og með efnunum sem í boði eru var liturinn skotstund að þorna. Við lærðum helling á tæknilegu hliðarnar í naglalökkun hjá þeim Hildi og Ernu Hrund og mælum með gel setternum sem gerir alveg kraftaverk t.d. fyrir þunnar eða rifflaðar neglur. Reyndar var Sveina nýútskrifuð og hafði fengið sér gelneglur í því tilefni og vorum við sérlega heppnar með hversu fínar neglurnar hennar voru. Gæti verið naglamódel svei mér þá !! sjáið þið ??

Eftir að Hermann var búinn að lita, þvo, blása, krulla, raka !!!, klippa og greiða Sveinu þá var hún tilbúin í að fá "andlitið" og til leiks mætti Ásdís en hún farðaði Sveinu með L'Oréal snyrtivörunum. Við systur munum aldrei ná að gera svona flotta eyeliner- línu, össss meistaralega vel gert Ásdís. 

Næst var skálað í kampavíni og Sveina leyst út með fulla poka af gjöfum frá Módus, L'Oréal snyrtivörum, og ESSIE auðvitað :)  Takk allir fyrir að gera þetta mögulegt.

Debenhams kom sterkt inn í lok dags en þau styrktu okkur í kaupum á undirfatnaði fyrir Sveinu en þar sem hún hefur grennst hratt á stuttum tíma þá var þægilegra að vera í pínulitlu aðhaldi enda húð hennar enn að átta sig á breytingunni. 

Nú var farið að styttast í stóru stundina en Systur&Makar buðu velunnurum, vinum og ættingjum Sveinu í kokteilboð á Hæðinni sem er veislusalur fyrirtækisins, já hvað, eiga ekki öll fyrirtæki veislusal haha.

Eirný í Ljúfmetisversluninni BÚRIÐ á Grandagarði mætti með fullan bíl af girnilegum ostum og meðlæti og töfraði fram ótrúlega fallegt veisluborð á örskotstundu. Maturinn var ekki bara góður heldur var allt svo fallegt, litríkt og girnilegt en eins og við vitum þá byrjum við fyrst að njóta með augunum. Mælum algjörlega með svona veisluborði og Eirný er hafsjór fullur af fróðleik þegar kemur að ostum !!! Brauð&co. gáfu okkur súrdeigsbrauð og þau eru hreinlega úr annarri veröld svei mér þá. Við mælum einnig með vanillusnúðunum þeirra, þeir voru ekki á borðum í þetta skiptið en eru orðnir að hálfgerðri "reglu" þegar við systur tökum vaktina í búðinni enda bakaríið rétt hjá okkur í miðbænum.. svakalegir snúðar!!!

Ölgerðin kynnti til leiks aldinbjórinn Sólbert sem er blanda af lag­er­bjór og ávaxta­drykk. Alveg svakalega ferskur og góður, hættulega góður. Kristall var í boði fyrir þá skynsömu enda hófið haldið á þriðjudegi.

Það bar þó að fagna Sveinu og að sama skapi góðu gengi íslensku fótboltamannanna okkar sem stóðu sig með prýði á meðan Sveina var í myndatöku.

Já, myndatakan mikla var lokaverkefnið og rúllaði hún henni upp eins og fagmaður. Skiptingar á fatnaði, skór, skart og allskyns stellingar, fettur og brettur en ekkert sló Sveinu út af laginu. Hér er einmitt afraksturinn og er hún stórglæsileg í fatnaðinum frá Volcano Design eða hvað finnst ykkur? Skartið frá Kristu setti punktinn yfir i-ið og valdi hún sér bæði alfatnað og skart frá Systrum&Mökum í lok kvöldsins. 

Frumsýningin á Sveinu Petu var skemmtilega vel heppnuð og var henni vel fagnað enda um algjörlega nýja stórglæsilega útgáfu af henni Sveinu að ræða.  Vælandi systur sáu um að kynna hana til leiks og var öðrum þátttakendum Hamingjudagsins afhentur gjafapakki með hamingjunisti frá Kristu Design, naglalökkum frá ESSIE og Crabtree & Evelyn handáburðum. 

Kokteilboðið var stórglæsilegt, matur, ostar og makkarónur runnu ljúft niður undir ljúfum tónum þeirra Ástu og Arnórs sem spiluðu nokkur falleg lög á meðan allir dásömuðu skvísuna. Við mælum eindregið með þeim í veisluna til að sjá um notalegt undirspil: léttur djass í bland við klassíska íslenska tónlist, gerði algjörlega stemmninguna!

Sveina fékk að lokum stórglæsilega gjafakörfu frá Crabtree & Evelyn að gjöf og kom okkur svo endanlega á óvart þegar hún brast í kareokee söng upp á sviði og tók tvö af sínum uppáhaldslögum, berfætt, jarðtengd og yndisleg! 

Við þökkum enn og aftur fyrir samveruna elsku Sveina Peta, þú áttir þetta svo innilega skilið og það var frábært að samgleðjast mér þér og fjölskyldunni þinni, sérstaklega dóttur þinni henni Ólu Sól sem hvatti mömmu sína til að taka þátt og sendi inn umsóknina. Love jú beib long time og hlakka til að hitta þig í búðinni sem þú ratar nú í.

Kær kveðja systurnar og makar þeirra. Katla, María Krista, Tóta og Börkur. 

Hér á eftir birtast myndirnar úr myndatökunni hennar Sveinu Petu, sjáið hvað hún er stórglæsileg!!

Þessi mynd var tekin áður en Sveina ákvað að breyta um áherslur í lífi sínu og sér hún ekki eftir því í dag. 

 

Okkur finnst Sveina Peta geisla bókstaflega í dag og óskum henni til hamingju með lífið og tilveruna !!!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla & María – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm