Hver er Sveina Peta?

Við viljum segja ykkur svolítið frá þeirri heppnu sem að vann Hamingjudaginn en hann verður einmitt haldinn á morgun, 14. júní!

Sveinborg Petrína Jensdóttir er 37 ára, brátt 38 ára dugnaðarforkur frá Garði. Hún er eiginkona Ólafs Ómarssonar og saman eiga þau Ólöfu Sólveigu 14 ára, Jens Sævar 4 ára og tíkina Línu sem er að verða 7 ára.

Sveina Peta, eins og hún er jafnan kölluð, hefur búið á Seltjarnarnesi, Sønerborg i Danmörku og býr nú í Hafnarfirði, en þar starfar hún einnig á heimili fyrir fatlaða.

"Ég átti orðið erfitt með að gera daglega hluti og fannst lífið fljúga frá mér, ég ákvað því að breyta um lífstíl"!

Eftir langa bið eftir því að komast á Reykjalund bauðst henni að fara í hjáveituaðgerð 3 mars 2015 til Eistlands. Hún var búin að reyna allt og þegar tækifærið bauðst ákvað hún að stökkva á það! Sveina fékk allar leiðbeiningar hjá læknum úti hvað hún ætti að gera í sambandi við hreyfingu og mataræði. 

Í dag reynir hún að sleppa öllum sykri úr fæðunni og passar sig á að borða mikið prótein. Hún fór einnig til einkaþjálfara og fékk prógram til að fylgja hjá Rebook Fitness en þar fyrir utan er hún dugleg að hlaupa og segist elska "30 daga challenge öpp". Uppáhaldsmaturinn hennar eru pizzurnar frá XO en þær eru alveg spari!

Sveina Peta fékk svo brjósklos í lok desember og gat ekki stundað mikla hreyfingu fyrir utan sund og göngur meðan verst lét en hún var alveg ónýt í 5 mánuði. Hún er þó greinilega jákvæð og segist nýta góða veðrið vel!

Hún segir mestu breytinguna hafa verið á sjálfsörygginu!

"Ég hef fundið meira hvað ég get gert og er óhrædd við að eltast við drauma mína".

Sveina Peta útskrifaðist úr Háskólabrú Keilis núna um daginn og stefnir á háskólanám í haust. Hana dreymir um að klára að mennta sig og halda áfram að rækta og styrkja sjálfa sig. 

Góðum árangri fagnaði hún með því að kaupa sér eitthvað fallegt á heimilið eða eyða tímanum í kósýstundir heima með fjölskyldunni. Markmiðið var að líða betur en hún setti sér aldrei takmark í kílóafjölda þar sem kílóin segja ekki alltaf allt! Við spurðum Sveinu þó um kílóafjöldann enda ávallt vinsæl spurning: "ég er búin að missa 83kg og teljum við það frábæran árangur á svo stuttum tíma"!

 

Við dembdum svo á hana nokkrum persónulegum spurningum...

Áttu þér einhver sérstök áhugamál?
Mér finnst mjög gaman að syngja og þrífa.

Geturðu nefnt eitthvað þrennt sem að þínir nánustu vita líklega ekki um þig? 1) Þegar ég er ein heima nota ég "app" til að syngja með fólki um allan heim. 2) Ég er einnig mun trúaðari en mínir nánustu halda og bið bænir fyrir öllum í kringum mig alla daga. 3) Ég elska að láta koma mér á óvart. 

Hvað fær hjartað þitt til að slá örar? Maðurinn minn, börnin mín, fjölskyldan og vinir mínir.

Hvað langar þig mest af öllu til að gera ef allt væri mögulegt?  Fá heimsfrið það væri óskandi og mér finnst að allir eigi að vera jafnir og hafa jafna möguleika í heiminum!

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera fyrir aðra? Ég elska að gera eitthvað fyrir aðra og held að flestir í kringum geti vottað að ég geri kannski stundum of mikið fyrir aðra ;) 

Í hvaða aðstæðum líður þér best? Í örmum mannsins míns!

Hvaða fólki dáist þú að – og af hverju? Ég dáist að fólki sem kemur hreint fram og er sjálfu sér samkvæmt. Maður á að geta verið maður sjálfur í öllum aðstæðum!

Að lokum telur hún mikilvægast að hafa í huga þegar breyta á um lífstíl að halda áfram, sama hvað gengur á! 

Við skulum taka dugnaðinn hennar Sveinu Petu til fyrirmyndar og hlökkum mikið til að gera þessari glæsilegu konu glaðan dag á morgun í dekri og dúlleríi!

Endilega fylgist með okkur á Snappinu og samfélagsmiðlunum okkar, þetta verður eitthvað! :)

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla & María – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm