Hamingjudagurinn: sú heppna er...
Kæru vinir!
Við erum nú komin heim frá Frakklandi og raunveruleikinn er aftur tekinn við. Takk þið öll sem fóruð í ferðina með okkur út á SnapChattinu.. meiri vitleysan og stuðið sem við vonum svo innilega að þið hafið öll notið að fylgjast með. Aðaltilgangurinn með snappinu var að reyna að skemmta ykkur og samkvæmt mikilli fylgjenda aukningu og dásamlegum svörum sem við fengum svo reglulega höldum við að það hafi tekist!
Það er þó komið að ævintýri tvö og nú getum við tilkynnt um sigurvegarann í kosningunni um Hamingjudaginn!
Kosningin var gríðarlega spennandi og breyttist mjög reglulega hver myndi hljóta daginn.
Við viljum þakka ykkur öllum kærlega fyrir að taka þátt og öllum þeim sem að bæði sóttu um eða tilnefndu aðra.
Sú heppna sem hlýtur Hamingjudaginn er.....
Sveina Peta Jensdóttir!!
Sveina Peta hefur á síðastliðnu ári misst tæp 80kg og þarf á því að halda að komast í svona dekur. Hún hefur aldrei leyft sér að dekra við sig og finnur að hún á það skilið.
Hún sigraði kosninguna með 25% atkvæða!
Hún fór í skóla í haust í háskólabrú Keilis þar sem hún fékk að blómstra og kynnast nýju fólki. Um daginn náði hún þeim árangri að passa aftur í fermingarfötin sín en það eru 24 ár síðan hún passaði í þau!
Í dag, föstudaginn 10. júní er hún að útskrifast og við óskum henni innilega til hamingju með það!!
Meðfylgjandi myndir voru teknar í mars í fyrra og eftir myndin núna í febrúar!
Við viljum einnig tilkynna um 2-4 sæti en kosningin var virkilega þétt og breyttist reglulega eins og áður sagði!
Í öðru sæti var Elma Dögg Frostadóttir
Þriðja og fjórða sætinu deildu Margrét Inga Gísladóttir og Eva Dís Björgvinsdóttir.
Hamingjudagurinn verður allur birtur á Snappinu okkar:
Sem og á Instagramminu okkar hér:
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Katla & María – Systur & Makar –
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.