Hamingjudagur Systra&Maka - Kosningin er hafin!

Við erum svo óstjórnlega þakklát og orðlaus yfir viðtökunum á Hamingjudeginum!

Eftir að hafa fengið sendar rúmlega 200 tilnefningar og umsóknir höfum við nú valið 12 heppnar.

Þetta var erfitt en um leið yndislegt, gefandi og ánægjulegt. Nú er væmnin að ná hámarki en í alvöru elskurnar, það var dásamlegt að sjá hvað þið hugsið vel um hvor aðra! Við erum meirar eins og lambakjöt og erum búnar að lesa yfir öll bréf og skilaboð vel og vandlega. Að lokum ákváðum við að hafa úrvalið fjölbreytt og gott.

Við vildum auðvitað helst velja allar og gefa öllum Hamingjudag en hugurinn skiptir öllu og er algjörlega verðlaun útaf fyrir sig. Við mælum því með því að þið látið þær sem þið tilnefnduð vita af því, það er klárt mál að það mun gleðja!

Nú er valið komið í þínar hendur og biðjum við þig að kjósa þá sem þú telur að eigi að hljóta Hamingjudaginn. Hjá kosningunni má lesa allt um þær 12 sem mun kannski auðvelda við valið.

Smelltu hér til að kjósa!

Við þökkum þér kærlega fyrir að taka þátt og bendum á að deila endilega gleðinni svo þín óskadama eigi meiri möguleika á því að vinna!

Að lokum viljum við minna ykkur öll á um hvað leikurinn snýst og hvað verður í boði fyrir þá heppnu því hér er ekki til neins lítils að vinna!

Dagurinn í heild sinni:

- 50 mínútna nudd 

- litun og plokkun hjá Modus hár- og snyrtistofu

- hárlitun og klippingu hjá Modus hár- og snyrtistofu

- handsnyrtingu og naglalökkun

- hárgreiðslu og förðun

- myndatöku

- vöruúttekt frá Systrum&Mökum fyrir 100.000.-

- gjafakörfu frá Crabtree&Evelyn

- gjafakörfu með hársnyrti og förðunarvörum frá L'Oréal

- gjafakörfu frá Essie

- kokteilboð með vinum og fjölskyldu ásamt þáttakendum í lok dagsins!

Kosningin er til 8. júní og Hamingjudagurinn sjálfur verður svo haldinn 14. júní!

Hægt verður að fylgjast með deginum á miðlunum okkar: Facebook, Instagram og hér á blogginu að sjálfsögðu, en við vorum einnig að bæta við SNAPCHAT og má finna okkur þar undir "systurogmakar".

 

 

 

 

 

 

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla & María – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm