Hamingjudagur að verðmæti 250.000.- Hver verður sú heppna?

Það er komið að því að kynna ævintýri tvö!!

 

Okkur systrum finnst fátt skemmtilegra en að fá kúnna til okkar sem við getum dressað, skartað og helst tekið svolítið úr þægindarramma sínum. Toppurinn er svo þegar þær rölta út úr búðinni með sjálfstraustsprautu í bossanum og fulla poka af vörum sem þær segjast sjálfar "aldrei hefðu látið sér detta í hug að máta!"..

Á svona dögum er sko gaman að vera í vinnunni!!

Eitt besta dæmið um svona gleðikast er þegar við fengum Öldu æskuvinkonu Maríu í heimsókn. Hún var búin að taka svakalega á því í sjálfsskoðun og bættum lífsstíl með hollu mataræði og hreyfingu. Við plötuðum hana í viðtal og myndatöku þar sem við fengum að klæða hana og punta eins og dúkku og skemmtum okkur svona líka konunglega við uppátækið! 

Það hefur því blundað í okkur síðan að endurtaka leikinn, en í þetta skiptið hefur þú möguleika á að taka þátt!!

Systur&Makar hafa því tekið höndum saman við L'oréal, Essie, Crabtree&Evelyn og Modus hár- og snyrtistofu til að skapa ógleymanlegan Hamingjudag fyrir eina heppna dömu!

Um er að ræða heilan dag af dekri og vöruúttektum að verðmæti 250.000.- !!

Já þetta er ekkert plat sko! 

Dagurinn í heild sinni:

- 50 mínútna nudd 

- litun og plokkun hjá Modus hár- og snyrtistofu

- hárlitun og klippingu hjá Modus hár- og snyrtistofu

- handsnyrtingu og naglalökkun

- hárgreiðslu og förðun

- myndatöku

- vöruúttekt frá Systrum&Mökum fyrir 100.000.-

- gjafakörfu frá Crabtree&Evelyn

- gjafakörfu með hársnyrti og förðunarvörum frá L'Oréal

- gjafakörfu frá Essie

- kokteilboð með vinum og fjölskyldu ásamt þáttakendum í lok dagsins!

Þetta verður eitthvað...

Eins og þið sjáið verður þetta magnaður dagur og munum við leyfa ykkur að fylgjast vel með öllu ferlinu á samfélagsmiðlunum okkar: Facebook, Instagram, Snapchat og Twitter með því að fylgja #hamingjudagur

Nú veltur á þér að tilnefna heppna vinkonu, samstarfskonu, saumaklúbbsfélaga og eða fjölskyldumeðlim sem þér finnst eiga skilið að hljóta Hamingjudaginn. Þú mátt að sjálfsögðu líka sækja um fyrir þig sjálfa, allt í boði!

Það gerir þú með því að senda okkur örstuttan texta með mynd (eða link á Facebook) um það afhverju þú eða vinkonan eigi skilið að láta dekra við sig á Hamingjudeginum á mailið: systurogmakar@gmail.com

Við munum svo velja úr 12 heppnar dömur sem þið fáið svo að kjósa um frá og með 25. maí. Þetta verður því þrusu spennandi og algjörlega þess virði að taka þátt og biðjum við þig því endilega að deila póstinum sem víðast.

Taktu því þátt í að búa til ógleymanlegan dag svona í sumarbyrjun fyrir einhverja sem á það skilið.

Munið að þið hafið til 25. maí til að senda inn umsóknir og tilnefningar því þá hefst kosningin!

 

 

 

 

 

 

 

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla & María – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm