Blæja svört
  • Blæja svört
  • Blæja svört
  • Blæja svört
  • Blæja svört
  • Blæja svört
  • Blæja svört

Þessi vara er aðeins fáanleg í gegnum verslun, vinsamlegast hafðu samband: systurogmakarrvk@gmail.com eða í síma 588 0100

Blæja svört - is currently on backorder. You may still purchase now though and we'll ship as soon as more become available.

Þessi vara er aðeins fáanleg í gegnum verslun, vinsamlegast hafðu samband:systurogmakarrvk@gmail.com eða í síma 588 0100

Blæja er dásamlega notalegur kjóll sem hefur verið fáanlegur hjá okkur í töluverðan tíma úr allskonar mismunandi efnum. Ástæðan fyrir því að við höfum haft hann lengi í sölu er vegna þess hversu ótrúlega klassískur og tímalaus hann er.

Blæja er ósamhverfur kjóll, þ.e. önnur hliðin er mun aðsniðnari en hin víðari hliðin. Hálsmálið er frekar flegið bæði að framan og aftan og hann þrengist svo niður lærin sem gerir það að verkum að hægt er að tosa hann upp í mitti og breyta honum þannig í topp, þá fellur víðari parturinn yfir og niður fyrir mittið sem gerir hann ofsalega sætan, lausan og þægilegan.

Síðar ermarnar gera hann svolítið haustlegan en íslensk sumur geta nú verið misjöfn svo við teljum hann virka allt árið um kring! 

Einnig er smart að para hann við blazer þegar það fer að kólna í veðri!

Blæja kemur í XS (hentar stærðum 36/38-40) og S (hentar stærðum 40/42-44) M (hentar stærðum 42/44-46/48)

Við mælum með 30°C þvotti, vinsamlegast ekki nota þurrkara.

Efnablanda: 94% polyester, 6% spandex.